Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 18:30 Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum. Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira