Innlent

Sigurður Kári vill að Siv segi af sér

Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. „Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt“, sagði Sigurður.

Þá sagði Sigurður að hann teldi engar líkur á að slíku ákvæði yrði komið á á kjörtímabilinu. Þessi orð lét Sigurður falla í Silfri Egils. „Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það“, sagði Sigurður enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×