Innlent

Niðurfelling vörugjalda stuðlar að orkusparnaði

MYND/Pjetur

Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að fella niður vörugjöld á raftæki. Það myndi örva neytendur til að endurnýja orkufrek raftæki eins og ísskápa og eldavélar. Í Evrópu eru í notkun um 188 milljónir slíkra tækja eldri en 10 ára. Ef þeim væri öllum skipt út minnkaði orkunotkun þeirra um 40 prósent.

Í tilkynningu frá SVÞ segir að staðan sé líklega svipuð hér á landi. Allir stjórnmálaflokkar telji vörugjöld auk þess úrelta skattheimtu.

Með niðurfellingu þeirra myndi ríkið slá tvær flugur í einu höggi, afnema úrelta aðferð og stuðla að orkusparnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×