Sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum snarminnkar Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 9. maí 2007 15:08 Það er af sem áður var þegar fólk safnaðist saman til að horfa á sjónvarp. MYND/Getty Images Taugatitringur hefur gripið um sig meðal helstu sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum eftir að verstu áhorfstölur í manna minnum voru birtar. Fækkunin í mars og apríl nam rúmlega tveimur og hálfri milljón sjónvarpsáhorfenda frá sömu mánuðum í fyrra. Flestir hafa skýringar á reiðum höndum; Að sumartími spili inn í, of margar endursýningar, slæmir sjónvarpsþættir, fleiri þættir eru teknir upp og fólk hleður þáttum niður af internetinu. Það sem sjónvarpsstöðvarnar hræðast mest er hugmyndin um að fólk sé að búa til þeirra eigin dagskrá. Núverandi tækni gerir stöðvunum ekki mögulegt að fylgjast með því svo þær óttast að auglýsingatekjur lækki. Á síðast ári fengust um 800 milljarðar íslenskra króna í auglýsingatekjur. CNN hefur eftir Sarah Buntin einum stofnanda vefsíðunnar „Television Without Pity" að tímabilið geti verið vísir að tímamótum í því hvernig sjónvarpsmenningin sé að breytast. Og tímasetningin er slæm fyrir stöðvarnar, því í næstu viku kynna þær haust- og vetrardagskránna fyrir auglýsendum. Talsmenn stöðvanna halda því þó fram að áhorf sé að breytast, ekki endilega minnka. En sumir auglýsendur segjast ekki vilja borga fullt verð fyrir áhorfendahóp sem verði kannski ekki við tækin. Í síðustu viku var slegið met í litlu áhorfi hjá NBC sjónvarpsstöðinni þegar minnsta vikuáhorf á síðustu tuttugu árum mældist, ... það var slegið aftur viku seinna. Þættir eins og Survivor og Lost hafa misst helming áhorfenda sinna, eða meira en tíu milljón frá því þeir voru sem vinsælastir. Og Sopranos eru að renna skeið sitt á enda. Þættir á borð við American idol og Dancing with the Stars halda dampinum fyrir sjónvarpsmarkaðinn vestra. Niðurstöður Nielsen Media könnunarinnar voru þær að áhorfendahópurinn í mars og apríl hefði fallið úr 40,3 milljónum á síðasta ári í 37,6 milljónir í ár. Erlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Taugatitringur hefur gripið um sig meðal helstu sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum eftir að verstu áhorfstölur í manna minnum voru birtar. Fækkunin í mars og apríl nam rúmlega tveimur og hálfri milljón sjónvarpsáhorfenda frá sömu mánuðum í fyrra. Flestir hafa skýringar á reiðum höndum; Að sumartími spili inn í, of margar endursýningar, slæmir sjónvarpsþættir, fleiri þættir eru teknir upp og fólk hleður þáttum niður af internetinu. Það sem sjónvarpsstöðvarnar hræðast mest er hugmyndin um að fólk sé að búa til þeirra eigin dagskrá. Núverandi tækni gerir stöðvunum ekki mögulegt að fylgjast með því svo þær óttast að auglýsingatekjur lækki. Á síðast ári fengust um 800 milljarðar íslenskra króna í auglýsingatekjur. CNN hefur eftir Sarah Buntin einum stofnanda vefsíðunnar „Television Without Pity" að tímabilið geti verið vísir að tímamótum í því hvernig sjónvarpsmenningin sé að breytast. Og tímasetningin er slæm fyrir stöðvarnar, því í næstu viku kynna þær haust- og vetrardagskránna fyrir auglýsendum. Talsmenn stöðvanna halda því þó fram að áhorf sé að breytast, ekki endilega minnka. En sumir auglýsendur segjast ekki vilja borga fullt verð fyrir áhorfendahóp sem verði kannski ekki við tækin. Í síðustu viku var slegið met í litlu áhorfi hjá NBC sjónvarpsstöðinni þegar minnsta vikuáhorf á síðustu tuttugu árum mældist, ... það var slegið aftur viku seinna. Þættir eins og Survivor og Lost hafa misst helming áhorfenda sinna, eða meira en tíu milljón frá því þeir voru sem vinsælastir. Og Sopranos eru að renna skeið sitt á enda. Þættir á borð við American idol og Dancing with the Stars halda dampinum fyrir sjónvarpsmarkaðinn vestra. Niðurstöður Nielsen Media könnunarinnar voru þær að áhorfendahópurinn í mars og apríl hefði fallið úr 40,3 milljónum á síðasta ári í 37,6 milljónir í ár.
Erlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira