Tony Blair forsætisráðherra Bretlands mun tilkynna ráðherrum á morgun um framtíð sína í embætti og sem leiðtoga Verkamannaflokksins. Þetta var staðfest af skrifstofu hans í dag samkvæmt fréttastofu Sky. Hann mun ekki halda sérstakan blaðamannafund til að greina frá ákvörðun sinni.
David Cameron leiðtogi íhaldsmanna sagði í spurningatíma á þinginu að ríkisstjórnin væri: „Ríkisstjórn lifandi dauðra." Tony Blair svaraði því til að hann myndi stjórna landinu af krafti þar til hann hætti sem forsætisráðherra.
Cameron sagði einnig að nokkrir ráðherrar ættu von á að missa embættis sín þegar Gordon Brown, arftaki Blair, tekur við.