Erlent

Fullorðinsvefur fyrir blinda og sjónskerta

Athafnamaður á Bretlandi hefur sett upp nýja vefsíðu með efni fyrir fullorðna á. Hún er hins vegar frábrugðin að því leyti að hún er ætluð þeim sem eru blindir eða sjá mjög illa.

Á vefsíðunni getur fólk hlustað á erótískar sögur sem og lýsingar á ljósmyndum. Þeir sem eru ekki alveg blindir geta þysjað (zoom-að) inn á myndir til þess að sjá betur.

Vefsíðan SoundsDirty.com er hugarfóstur internetgúrúsins Lloyd Chambers. „ÉG held að við höfum búið til fyrstu fullorðinssíðu á veraldarvefnum sem er aðgengileg hverjum sem er, ekki bara þeim sem eru blindir." sagði Chambers.

Talið er að allt að 140 milljónir eigi í erfiðleikum með að nota internetið vegna sjón- eða heyrnarvandamála og Chambers vonast til þess að komast inn á þann markað. Til þess að komast inn á vefinn þarf síðan að borga tíu pund á mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×