Réttarhöldum yfir Jackson frestað á ný

Nú er ljóst að vandræðagemlingurinn Stephen Jackson hjá Golden State Warriors getur spilað með liðinu það sem eftir er af úrslitakeppninni, því réttarhöldum yfir honum hefur ferið frestað í annað sinn til 21. júní. Jackson komst í kast við lögin í haust vegna áfloga og vopnaskaks fyrir utan strípibúllu í Indianapolis. Hann á yfir höfði sér fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur.