Boston valtaði yfir Denver 8. nóvember 2007 09:38 Það er gaman í Boston þessa dagana og hér fagna þeir Kevin Garnett og Paul Pierce auðveldum sigri á Denver í nótt NordicPhotos/GettyImages Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum