Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu og í Bretlandi

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki ákváðu báðir í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 4,0 prósentum en í 5,75 prósentum í Bretlandi.

Flestir fjármálaskýrendur höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir mjög sterkt gengi evrunnar gagnvart helstu myntum, svo sem bandaríkjadal.

Raunar þótti flest benda til að evrópski seðlabankinn myndi hækka stýrivexti sína undir lok þessa árs. Fjármálaskýrendur telja hins vegar að í ljósi aðstæðna á fjármálamörkuðum muni ekki verða af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×