Innlent

Kolviði hleypt af stokkunum í dag

Umhverfisverkefninu Kolviði var formlega hleypt af stokkunum í Þjóðminjasafninu í dag. Það á að gera Íslendingum kleyft að jafna útblástur samgöngutækja sinna með skógrækt. Að verkefninu standa íslenska ríkið, Kaupþing og Orkuveita Reykjavíkur.

Guðfinna S. Bjarnadóttir er formaður stjórnar Kolviðar. „Margir telja hlýnun í lofthjúpi jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, mestu umhverfisógn sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Sum ríki áforma að setja á skatta til að fjármagna mótvægisaðgerðir. Við hjá Kolviði viljum fara aðra leið. Við viljum bjóða landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, að taka þátt í verkefninu og axla þannig sjálfir ábyrgð á kolefnislosun sinni," segir Guðfinna.

Kolviður er kolefnissjóður, stofnaður að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands og Landverndar. Upphaflegu hugmyndina má rekja til tónleika er pönkhljómsveitin Fræbbblarnir hélt árið 2003 í samvinnu við Landvernd og Skógræktarfélag Íslands.

Hægt er að sjá tilkynningu í heild sinni hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×