Gersemar gærdagsins 16. apríl 2007 09:30 Turak víðavangsleikhús. Þjóðleikhúsið Franskt vor Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. Hér er á ferðinni afar sérstæð leiksýning, eins konar ævintýraferð um töfraveröld þar sem ómælisvídd ímyndunaraflsins ræður ríkjum í uppfærslu sem er mitt á milli þess að vera brúðuleikhús og leikhús hlutanna. Michel Laubu er einkar ötull tilraunamaður í leikhúsi en hann semur og leikstýrir verkum Turak-hópsins. Laubu hefur einsett sér að vekja aftur til lífsins hið smáa færanlega leikhús sem getur slegið upp tjöldum sínum nánast hvar sem er, leikhús sem tekur mið af umhverfi sínu í hvert sinn. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum. Leikhús hlutanna eða brúðuleikhús? Turak-hópurinn töfrar fram undraveröld úr hversdagslegum hlutum. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu. Hér er á ferðinni afar sérstæð leiksýning, eins konar ævintýraferð um töfraveröld þar sem ómælisvídd ímyndunaraflsins ræður ríkjum í uppfærslu sem er mitt á milli þess að vera brúðuleikhús og leikhús hlutanna. Michel Laubu er einkar ötull tilraunamaður í leikhúsi en hann semur og leikstýrir verkum Turak-hópsins. Laubu hefur einsett sér að vekja aftur til lífsins hið smáa færanlega leikhús sem getur slegið upp tjöldum sínum nánast hvar sem er, leikhús sem tekur mið af umhverfi sínu í hvert sinn. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum. Leikhús hlutanna eða brúðuleikhús? Turak-hópurinn töfrar fram undraveröld úr hversdagslegum hlutum. Hvert atriði er byggt upp af mörgum lögum og hægt að skynja það og túlka á margvíslegan hátt án þess að það sé torskilið. Þvert á móti eru sýningar Turaks hannaðar með það fyrir augum að ná til sem flestra áhorfenda. Turak-hópurinn sýnir reglulega í Frakklandi en hefur ferðast víða um heim með sýningar og sótt leiklistarhátíðir víða um heim. Sýningin Etabl"île fer fram í Kúlunni kl. 20 í kvöld en síðan mun hópurinn ferðast um landið og setja hana upp á Selfossi, í Hafnarfirði, Borgarnesi og á Grundarfirði, Ísafirði og Akureyri. Sýningar fara fram á litlum samkomustöðum þar sem nánd er mikil milli leikara og áhorfenda. Þessi nánd er leikhústöfrunum lífsskilyrði. Ætlun hópsins er að ljúka ferðalaginu um Ísland með uppsetningum í íbúðarhúsum í Reykjavík svo það er aldrei að vita hvar ævintýraveraldir þeirra munu skjóta upp kollinum.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira