Innlent

Magnús Ragnarsson stefnir 365

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Magnús Ragnarsson hefur stefnt 365 miðlum fyrir meiðyrði og brot á friðhelgi einkalífsins. Að sögn lögmanns Magnúsar gerir hann kröfu um að ummæli sem birtust í DV síðastliðið haust og ummæli sem birtust í Fréttablaðinu í vetur verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin vörðuðu einkalíf Magnúsar.

Magnús krefst 5 milljóna króna miskabóta auk 480 þúsund króna til að kosta birtingu dóms í málinu. Magnús krefst þess jafnframt að 365 greiði málskostnað að fullu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×