Erlent

Dómari og saksóknari mótfallnir því að Paris hafi verið send heim

Paris og klefinn sem hún dvaldi í um stutta stund.
Paris og klefinn sem hún dvaldi í um stutta stund. MYND/Vísir

Dómarinn og saksóknarinn í máli Parisar Hilton mótmæltu í kvöld þeirri ákvörðun fangelsisyfirvalda að leyfa henni að afplána dóm sinn heima hjá sér. Saksóknarinn, Rocky Delgadillo, sagði að hugsanlega hefðu reglur réttlætisins verið beygðar. „Útskýringin er furðuleg. Heilbrigðisaðstaðan í fangelsinu sem hún var í eru vel í stakk búin til þess að taka á tilfellum sem þessum."

Hilton var sleppt eftir að hafa verið aðeins um fjóra daga í fangelsinu. Dómarinn í málinu var ekki sammála þeirri niðurstöðu. Fullyrt var að það væri vegna heilsuvandamála Parisar. Nú þarf hún að dúsa heima hjá sér, með ökklaarmband af dýrustu gerð.

Heimili hennar er í stærra lagi og Paris má víst fara þar um allt, svo lengi sem hún stígur ekki fæti út fyrir landareignina sem það er á. Talsmaður lögreglunnar í Los Angeles sagði þó algengt að fólk kláraði að afplána dóma sína heima hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×