Varnar- og umhverfismál ber hæst Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 12:15 Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira