Grunaður um að smita stúlkur viljandi af HIV Vera Einarsdóttir skrifar 7. júní 2007 22:13 Maðurinn ákvað viljandi að nota ekki smokka. MYND/Vísir Breskur HIV smitaður maður sem búsettur er í Svíþjóð er grunaður um að hafa smitað ungar stúlkur af veirunni að ásettu ráði. Hann var handtekinn í dag í bænum Solna í Svíþjóð eftir ábendingar sem bárust lögreglu. Tvö tilfelli lágu að baki handtökunni og hefur hann viðurkennt að hafa stundað óvarið kynlíf með annarri stúlkunni. Ungu stúlkurnar gætu einnig hafa fært smitið áfram. Lögreglan hefur grun um að mun fleiri stúlkur geti átt í hlut en hún hefur gert upptækan lista hjá manninum yfir 130 stúlkur sem hann hefur hitt á spjallsíðum á netinu. Á síðunum gekk hann undir nafninu Hot Boy. Samkvæmt heimildum Dagens Nyheter bauð hann stúlkunum að hitta sig á hótelherbergjum eða veitingastöðum og hafði síðan við þær samfarir án þess að segja þeim frá smitinu. Maðurinn sem er búsettur í Stokkhólmi var skráður fyrir tveimur íbúðum í borginni og heimildir eru fyrir því að hann hafi skipulagt stefnumót víðsvegar um landið. Hann hefur ekki játað fleiri brot en lögreglan mun rannsaka þann lista sem hún hefur í höndunum. Maðurinn hefur verið dæmdur fyrir önnur brot. Stúlkurnar sem eru smitaðar fá áfallahjálp og aðstoð innan sænska heilbrigðiskerfisins. Lögreglan í Svíþjóð hefur óskað eftir ábendingum frá öllum sem hafa haft samskipti við Hot Boy. Hún hefur komið á fót sérstökum tilkynningarsíma og fjöldi starfsmanna rannsakar málið. Vefsíða sænska blaðsins Dagens Nyheter skýrði frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Breskur HIV smitaður maður sem búsettur er í Svíþjóð er grunaður um að hafa smitað ungar stúlkur af veirunni að ásettu ráði. Hann var handtekinn í dag í bænum Solna í Svíþjóð eftir ábendingar sem bárust lögreglu. Tvö tilfelli lágu að baki handtökunni og hefur hann viðurkennt að hafa stundað óvarið kynlíf með annarri stúlkunni. Ungu stúlkurnar gætu einnig hafa fært smitið áfram. Lögreglan hefur grun um að mun fleiri stúlkur geti átt í hlut en hún hefur gert upptækan lista hjá manninum yfir 130 stúlkur sem hann hefur hitt á spjallsíðum á netinu. Á síðunum gekk hann undir nafninu Hot Boy. Samkvæmt heimildum Dagens Nyheter bauð hann stúlkunum að hitta sig á hótelherbergjum eða veitingastöðum og hafði síðan við þær samfarir án þess að segja þeim frá smitinu. Maðurinn sem er búsettur í Stokkhólmi var skráður fyrir tveimur íbúðum í borginni og heimildir eru fyrir því að hann hafi skipulagt stefnumót víðsvegar um landið. Hann hefur ekki játað fleiri brot en lögreglan mun rannsaka þann lista sem hún hefur í höndunum. Maðurinn hefur verið dæmdur fyrir önnur brot. Stúlkurnar sem eru smitaðar fá áfallahjálp og aðstoð innan sænska heilbrigðiskerfisins. Lögreglan í Svíþjóð hefur óskað eftir ábendingum frá öllum sem hafa haft samskipti við Hot Boy. Hún hefur komið á fót sérstökum tilkynningarsíma og fjöldi starfsmanna rannsakar málið. Vefsíða sænska blaðsins Dagens Nyheter skýrði frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira