Innlent

KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga

Jónas Haraldsson skrifar
KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Logi Ólafsson þjálfari KF Nörd og Þórarinn Gunnarsson, leikmaður liðsins, mættu í Ísland í dag í kvöld og skýrðu þar frá þessu. Leikurinn fer fram þann sjötta júlí í sumar þegar ný stúka verður vígð á Kópavogsvelli. Leikurinn verður hluti af Landsmóti UMFÍ. Nördarnir segjast ætla sér að sigra hvað sem það kostar.

Ástæðuna segja þeir vera að Svíarnir hafi verið að gera grín að íslendingum eftir leikinn og að það líði þeir hreinlega ekki. Þórarinn sagðist tilbúinn í leikinn hvenær sem er um leið og hann skoraði á alla Íslendinga til þess að mæta í Kópavoginn þann sjötta júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×