Elton John spilar í einkaveislu í Reykjavík í kvöld 20. janúar 2007 17:43 Elton John á Reykjavíkurflugvelli fyrr í kvöld MYND/Stöð 2 Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld. Elton John stígur á svið klukkan hálf níu og spilar í klukkustund. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu stórstjörnunnar hingað til lands. Vél Elton Johns lenti á Reykjavíkurflugvelli stundvíslega klukkan hálfsex en eftir því sem næst verður komist lét hann flytja flygil sinn hingað til lands nokkru áður. Skemmtidagskrá kvöldsins prýðir líka fjöldi innlendra stjarna. Þannig syngja til dæmis Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Kristjana Stefánsdóttir með Stórsveit Reykjavíkur. þegar Elton stígur af sviði. Eins var reiknað með að fleiri þekkt erlend andlit sæjust í veislunni. Ekki er vitað hvaða greiðslu Elton John tekur fyrir konsertinn, en Fréttablaðið nefnir í dag upphæðina eina milljón dollara. Elton verður sextugur í marsElton John sestur upp í bílinn sem ók honum frá einkaþotunni á ReykjavíkurflugvelliMYND/Stöð 2Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi. Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv. Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira