Íslenska IKEA dýrara en það sænska Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. ágúst 2007 18:45 Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana. Fréttir Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana.
Fréttir Innlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira