Erlent

Þúsundir Ítala mótmæltu í Vicenza

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. MYND/AP

Þúsundir Ítala mótmæltu stækkun bækistöðvar Bandaríska hersins í borginni Vicenza á Ítalíu í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja meirihluta bæjarbúa mótfallna áformum bandaríska hersins. Þeir segja Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu hafa hunsað mótbárur þeirra gegn stækkuninni.

Þúsundir lögreglumanna úr aukaliði lögreglunnar voru kallaðir á vakt af ótta við að mótmæli fólks frá öðrum Evrópusambandsríkjum færu úr böndunum og leiddu til óeirða.

Það gerðist í Genoa fyrir sex árum þegar óeirðir brutust út þegar G8 ráðstefnan fór þar fram. Þá lést einn maður, fjöldi slasaðist og miklar skemmdir urðu í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×