Innlent

Bjóða kennurum launahækkun umfram samninga

Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðið grunnskólakennurum tveggja prósenta launahækkun umfram það sem gildandi samningar þeirra við sveitarfélögin kveða á um. Kjarasamningur kennara er í gildi til maí 2008, en í samningnum var gert ráð fyrir endurskoðun á honum síðast liðið haust. Þar skyldi meðal annars tekið tillit til þróunar efnahagsmála.

Ef kennarar sætta sig ekki við það sem launanefndin býður þeim, geta þeir sagt samningnum upp næsta haust, þannig að samningar verði lausir um áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×