Innlent

Eiríkur Hauksson vann Söngvakeppnina

Eiríkur Hauksson á sviðinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Eiríkur Hauksson á sviðinu í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. MYND/Vilhelm
Lagið "Ég les í lófa þínum" eftir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Kristjáns Hreinssonar vann Söngvakeppni Sjónvarpsins sem lauk nú rétt í þessu. Eiríkur Hauksson mun því verða fulltrúi Íslands í Evróvisjón söngvakeppninni sem fram fer í Helsinki í Finnlandi í maí. Í öðru sæti varð lagið "Eldur" í flutningi Friðriks Ómars. Lagið er eftir feðgana Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson. Textinn er eftir eiginkonu Grétars og móður Kristjáns, Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Í þriðja sæti varð lagið "Þú tryllir mig" í flutningi höfundarins Hafsteins Þórólfssonar. Textann á Hannes Páll Pálsson með Hafsteini.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×