Hvað er til ráða? 2. júlí 2007 08:00 Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun