Klara næsti ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum 25. apríl 2007 09:15 Þær Klara Baldursdóttir og Dagmar Ólafsdóttir fara yfir málin áður en kjörfundur var opnaður í sólinni á Kanarí. Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, hefur undanfarna tvo daga verið með opna kjördeild á bar sínum á Kanaríeyjum fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí. Aðsóknin hefur verið með hreinum ágætum en alls hafa 27 kosið á þessum tveimur dögum og Klara segir að fólk geti enn haft samband við sig ef það sjái ekki fram á að vera komið heim til Íslands fyrir kosningar. „Þetta eru ekki nema rúmlega sextíu manns með börnum sem búa hérna fyrir vetrartímann þannig að kjörsókn hefur verið með hreinum ágætum," segir Klara þegar Fréttablaðið náði tali af henni í 28 stiga hita og glampandi sólskini á sólarparadísinni. „Það eru fleiri sem eru búnir að láta mig vita og hafa áhuga á því kjósa," bætir hún við en margir sjómenn fara þarna um vegna íslenskra útgerða sem þarna eru og hafa þeir sýnt utankjörfundinum mikinn áhuga. Klöru var úthlutað þessu verkefni eftir að íslenski konsúllinn í Las Palmas treysti sér ekki til þess sökum langvarandi veikinda. „Hann hefur átt við veikindi að stríða í þó nokkurn langan tíma og fór í hjartaaðgerð fyrir skömmu," segir Klara. Utanríkisráðuneytinu barst jafnframt beiðni frá sendiráðinu í París þar sem farið var þess á leit að Klara myndi sjá um þessa atkvæðagreiðslu enda myndi það auðvelda þeim fjölda Íslendinga sem þar væru að kjósa enda þyrftu þeir þá ekki að leggja uppí langferð til Las Palmas. i Framsóknarflokkurinn hélt kosningafundi á Klörubar og því verður spennandi að sjá hvort sú fyrirhöfn skili sér í sólbrúnum atkvæðum frá Kanarí. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Klara sterklega til greina sem næsti ræðismaður fyrir Ísland á Kanarí. Fréttablaðið hafð samband við Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins og hann staðfesti að beiðni um að Klara Baldursdóttir yrði gerð að ræðismanni Íslendinga lægi fyrir hjá spænskum stjórnvöldum. Og átti hann ekki von á öðru en að sú beiðni myndi renna ljúflega í gegn. Sólþyrstu Íslendingarnir þurfa ekki að kvíða því að þeir fái ekki fyrstu tölur eins og aðrir Íslendingar því að sjálfsögðu býður Klara uppá kosningavöku 12. maí eins og áður. „Þetta er reyndar af sem áður var eftir að netið kom til sögunnar. Hérna áður fyrr var bara notast við símann, hringt heim og fólk hringdi aftur út til okkar og leyfði okkur að fylgjast með." Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, hefur undanfarna tvo daga verið með opna kjördeild á bar sínum á Kanaríeyjum fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí. Aðsóknin hefur verið með hreinum ágætum en alls hafa 27 kosið á þessum tveimur dögum og Klara segir að fólk geti enn haft samband við sig ef það sjái ekki fram á að vera komið heim til Íslands fyrir kosningar. „Þetta eru ekki nema rúmlega sextíu manns með börnum sem búa hérna fyrir vetrartímann þannig að kjörsókn hefur verið með hreinum ágætum," segir Klara þegar Fréttablaðið náði tali af henni í 28 stiga hita og glampandi sólskini á sólarparadísinni. „Það eru fleiri sem eru búnir að láta mig vita og hafa áhuga á því kjósa," bætir hún við en margir sjómenn fara þarna um vegna íslenskra útgerða sem þarna eru og hafa þeir sýnt utankjörfundinum mikinn áhuga. Klöru var úthlutað þessu verkefni eftir að íslenski konsúllinn í Las Palmas treysti sér ekki til þess sökum langvarandi veikinda. „Hann hefur átt við veikindi að stríða í þó nokkurn langan tíma og fór í hjartaaðgerð fyrir skömmu," segir Klara. Utanríkisráðuneytinu barst jafnframt beiðni frá sendiráðinu í París þar sem farið var þess á leit að Klara myndi sjá um þessa atkvæðagreiðslu enda myndi það auðvelda þeim fjölda Íslendinga sem þar væru að kjósa enda þyrftu þeir þá ekki að leggja uppí langferð til Las Palmas. i Framsóknarflokkurinn hélt kosningafundi á Klörubar og því verður spennandi að sjá hvort sú fyrirhöfn skili sér í sólbrúnum atkvæðum frá Kanarí. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur Klara sterklega til greina sem næsti ræðismaður fyrir Ísland á Kanarí. Fréttablaðið hafð samband við Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins og hann staðfesti að beiðni um að Klara Baldursdóttir yrði gerð að ræðismanni Íslendinga lægi fyrir hjá spænskum stjórnvöldum. Og átti hann ekki von á öðru en að sú beiðni myndi renna ljúflega í gegn. Sólþyrstu Íslendingarnir þurfa ekki að kvíða því að þeir fái ekki fyrstu tölur eins og aðrir Íslendingar því að sjálfsögðu býður Klara uppá kosningavöku 12. maí eins og áður. „Þetta er reyndar af sem áður var eftir að netið kom til sögunnar. Hérna áður fyrr var bara notast við símann, hringt heim og fólk hringdi aftur út til okkar og leyfði okkur að fylgjast með."
Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira