Innlent

Rannsókn á peningafölsunum langt komin

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Rannsókn lögreglu á fölsuðu peningaseðlunum sem nú eru í umferð hér á landi er komin vel á veg. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kemst lögregla undantekningarlaust að því hverjir eiga hlut að máli.

Helstu einkenni fölsuðu seðlanna eru gæði pappírsins. Seðlarnir eru oft illa skornir, litbrigðin önnur og á þá vantar vatnsmerki og segulrönd. Á nýrri seðlum er einnig olíumerki, nokkurs konar regnbogalitbrigði sem skortir einnig á fölsuðu seðlunum.

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir það reynslu lögreglunnar að þegar einn seðill komi fram, fylgi yfirleitt fleiri í kjölfarið. Rannsókn hefst því strax og undantekningarlaust finnast sökudólgarnir.

Friðrik segir að meðaltali koma upp tvö til þrjú tilfelli á ári þar sem falsaðir peningaseðlar eru settir í umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×