Viðskipti innlent

Toytoa fer fram úr GM

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þetta er í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um að fara „fram úr“ bandaríska fyrirtækinu á þessu ári.

Toyota seldi tæplega 2,35 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan General Motors, sem hefur í nokkur ár haldið fyrsta sætinu. seldi 2,26 milljónir bíla.

Toyota hefur sótt í sig veðrið á helstu mörkuðum síðustu misserin, ekki síst í Bandaríkjunum síðasta haust þegar bílakaupendur sóttust í auknum mæli eftir sparneytnum og umhverfisvænum bílum. Á sama tíma og Toyota hefur vaxið og dafnað hefur General Motors barist við taprekstur, neyðst til að segja upp starfsfólki og loka verksmiðjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×