Erlent

Bush biður um lengri tíma

Bush á fundi í Cleveland í gær.
Bush á fundi í Cleveland í gær. MYND/AFP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hunsaði gagnrýni repúblikana um stríðsreksturinn í Írak í gær og krafðist þess að bandaríska þingið gæfi áætlun hans um fjölgun hermanna í Írak lengri tíma til þess að virka.

Hann útilokaði jafnframt breytingar á stefnu Bandaríkjanna í Írak á næstunni þrátt fyrir að þingmenn repúblikana gagnrýndu stríðsreksturinn og vildu hermennina heim. Hann sagði að þingmenn réðu því ekki hvenær hermennirnir kæmu heim, heldur þeir herforingjar sem eru í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×