Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,4 prósent við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 13.000 stiga múrinn. Ástæðan fyrir hækkununum eru góðar afkomutölur fyrirtækja í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins og væntingar fjárfesta um góða afkomu þeirra fyrirtækja sem enn eiga eftir að skila uppgjörum í hús.
Fjöldi fyrirtækja skilaði mun betri afkomu nú en áður, þar á meðal netverslunin Amazon, sem skilaði tvöfalt betri hagnaði á fjórðungnum nú en á sama tíma í fyrra.
Heimildamenn fréttaveitunnar Bloomberg segja fjárfesta ekki hafa búist við góðu ári og raunin varð og því hafi gengi hlutabréfa vestanhafs verið vanmetin.
Dow Jones hlutabréfavísital hefur bætt 52,33 stigum við sig í dag og stendur nú í 13.006,27 stigum, sem er sögulegt hámark hennar.