Erlent

Bandaríkin vilja sexmenningana í Líbíu úr haldi

Bandaríkin brýna það fyrir Líbíu að leyfa heilbrigðisstarfsfólkinu að halda heim á leið strax. Í dag var dauðadómur yfir fimm búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum lækni frá Palestínu staðfestur. Þau hafa verið í haldi síðan 1999, og er þeim gefið að sök að hafa viljandi smitað 438 börn af HIV-veirunni með sýktu blóði.

Sean McCormack, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sagðist vonast til þess að dómstólaráðið, sem dómsmálaráðherra Líbíu situr yfir, myndi náða fólkið á mánudaginn. „Næsta skref er leyfa fólkinu að fara heim," sagði hann. „Við viljum að þeim verði sleppt strax, en bendum þó að dómstólaráðið getur einnig mildað dóminn eða gefið fólkinu upp sakir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×