Innlent

Þarf að ryksuga Reykjaneshöll

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ þykir leitt að heilbrigðiseftirlit Suðurnesja telji bæinn hunsa niðurstöður eftirlitsins varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Það hafi ekki verið ætlunin. Hann segir að grasið verði hreinsað á allra næstu dögum.

Eins og fram hefur komið leiða niðurstöður mælinga heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í ljós að svifryksmengun í Reykjaneshöll er langt yfir heilsuverndarmörkum.

Ekki er þörf á að skipta um gervigrasið í höllinni að sögn Árna, en það er sjö ára og ekki slitið. Hann segir að mistökin hafi verið þau að gervigrasið var ekki ryksugað með sérstökum vélbúnaði nema tvisvar á ári. Hann telur að það þurfi að gera vikulega: "Það er alla vega ljóst að það þarf að ryksuga á hverju heimili oftar en tvisvar á ári."

Mælingar eftir hreinsun munu leiða í ljós hversu oft þarf að ryksuga. Verið er að skoða hvort bærinn festir kaup á sérstökum vélbúnaði fyrir Reykjaneshöllina eða hvort hann verður leigður vikulega. Búnaðurinn kostar um tvær milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×