Erlent

Sjö bréfasprengjur sendar í Lundúnum

Lögregla stendur vörð við skrifstofu sem fékk senda bréfasprengju.
Lögregla stendur vörð við skrifstofu sem fékk senda bréfasprengju. MYND/AP

Breska lögreglan segir að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar þar í landi undanfarnar þrjár vikur, og hvetur fólk til þess að gæta sín í umgengni við póst. Þrír hafa slasast af bréfasprengjum í þessari viku, en ekki hefur verið skýrt opinberlega frá hinum fjórum fyrr en núna.

Sprengjurnar sem komu í þessari viku hafa allar verið sendar til opinberra stofnana sem hafa á einhvern hátt tengst bílum. Ein var til dæmis send til fyrirtækis sem framleiðir hraðamyndavélar fyrir lögregluna. Ekki hefur verið upplýst hvort hinar fjórar sprengjurnar hafi farið til svipaðra fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×