Bræður vilja ekki berjast 7. febrúar 2007 19:09 Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið. Erlent Fréttir Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira