Innlent

Leggst gegn framboði í nafni Framtíðarlandsins

Ómar Ragnarsson einn forsprakka Framtíðarlandsins segist leggjast gegn framboði til alþingiskosninga í nafni Framtíðarlandsins. Það sé ekki ráðlegt að stærstu umhverfissamtök landsins bjóði fram í eigin nafni. Búist er við miklum átökum á fundi Framtíðarlandsins í kvöld þar sem ákveðið verður hvort ráðist verður í framboð fyrir alþingiskosningar.

Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum í kvöld klukka átta og fyrir liggur tillaga stjórnar um að bjóða fram í alþingiskosningum undir merkjum Framtíðarlandsins. Krafist er aukins meirihluta fyrir tillögunni, það er, tveir þriðju þurfi að samþykkja framboð. Atkvæðisrétt hafa þeir sem voru skráðir félagar fyrir hádegi á mánudag. Verði tillagan felld, verður rætt um áherslur í áframhaldandi starfi félagsins. Ómar Ragnarsson einn forsprakka Framtíðarlandsins ætlar að tala gegn framboði félagsins í kvöld. Hann segist þó alls ekki fallinn frá þeirri hugmynd að umhverfisverndarsinnar hægra megin við miðju bjóði fram í alþingiskosningum. Það eigi þó ekki að vera í nafni félagsins sem sé stærsta umhverfisverndarfélag landsins .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×