Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti.
Helstu ástæður þess að minni hagvexti er spáð í Japan nú en áður er samdráttur í byggingaframkvæmdum sökum breyttra reglna sem kveða á um sterkari byggingar vegna jarðskjálftahættu, að sögn fréttastofunnar AFP sem þó tekur fram að lausafjárkrísan á alþjóðlegum mörkuðum eigi sömuleiðis hlut að máli auk þess sem atvinnuleysi hefur aukist á milli ára.