Halldór Ásgrímsson í ritdeilum í Danmörku 31. október 2007 15:24 Halldór Ásgrímsson, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar. "Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Það olli því vonbrigðum að lesa hvað Erik Boel formaður Evrópusamtakanna skrifar illa um Norðurlöndin til þess eins að upphefja ESB". Þetta segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í athugasemd í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Athugasemdin er birt vegna ummæla Eriks Boel en Kristen Touborg fulltrúi í sendinefnd Dana í Norðurlandaráði hefur einnig séð ástæðu til að svara Boel undir yfirskriftinni "Stöðvum árlegt uppþot". Halldór Ásgrímsson skrifar: "Afrekaskráin er nefnilega löng. Í gær funduðu norrænu forsætisráðherrarnir og ræddu fjölmörg framfaramál. Forgangsverkefni verður að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Við ætlum að setja loftslagsmál, umhverfismál, orkumál, rannsóknir, menntun og nýsköpun í brennidepil og við ætlum að kynna Norðurlöndin á alþjóða vettvangi. Fyrsta hnattvæðingarráðstefnan verður haldin í apríl 2008 í Svíþjóð. NordForsk hefur þegar sett á stofn nokkur norræn öndvegissetur um rannsóknir. Enda þótt Erik Boel hafi ekki tekið eftir því, þá stundum við ýmsa starfsemi í öðrum ríkjum. Fimmtungi fjárlaga okkar, sem nema um 850 milljónum danskra króna, er varið til verkefna í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi. Ný áætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystraltssvæðinu hefur eflt samstarf frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum, í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, Norðvestur-Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Hvað varðar samstarfið við Framkvæmdastjórn ESB þá heldur Norræna ráðherranefndin áfram að styrkja um 550 unga námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í European Humanities University (EHU) - háskóla sem er í útlegð í Vilníus. Einnig eru ungir námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í Úkraníu styrktir til náms." Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
"Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Það olli því vonbrigðum að lesa hvað Erik Boel formaður Evrópusamtakanna skrifar illa um Norðurlöndin til þess eins að upphefja ESB". Þetta segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í athugasemd í danska dagblaðinu Jyllands-Posten. Athugasemdin er birt vegna ummæla Eriks Boel en Kristen Touborg fulltrúi í sendinefnd Dana í Norðurlandaráði hefur einnig séð ástæðu til að svara Boel undir yfirskriftinni "Stöðvum árlegt uppþot". Halldór Ásgrímsson skrifar: "Afrekaskráin er nefnilega löng. Í gær funduðu norrænu forsætisráðherrarnir og ræddu fjölmörg framfaramál. Forgangsverkefni verður að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Við ætlum að setja loftslagsmál, umhverfismál, orkumál, rannsóknir, menntun og nýsköpun í brennidepil og við ætlum að kynna Norðurlöndin á alþjóða vettvangi. Fyrsta hnattvæðingarráðstefnan verður haldin í apríl 2008 í Svíþjóð. NordForsk hefur þegar sett á stofn nokkur norræn öndvegissetur um rannsóknir. Enda þótt Erik Boel hafi ekki tekið eftir því, þá stundum við ýmsa starfsemi í öðrum ríkjum. Fimmtungi fjárlaga okkar, sem nema um 850 milljónum danskra króna, er varið til verkefna í Eystrasaltsríkjunum og Norðvestur-Rússlandi. Ný áætlun fyrir frjáls félagasamtök á Eystraltssvæðinu hefur eflt samstarf frjálsra félagasamtaka á Norðurlöndum, í Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, Norðvestur-Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Hvað varðar samstarfið við Framkvæmdastjórn ESB þá heldur Norræna ráðherranefndin áfram að styrkja um 550 unga námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í European Humanities University (EHU) - háskóla sem er í útlegð í Vilníus. Einnig eru ungir námsmenn frá Hvíta-Rússlandi sem stunda nám í Úkraníu styrktir til náms."
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira