Viðskipti erlent

Gengi Google aldrei hærra

Larry Page og Sergei Brin, stofnendur Google, hafa ærna ástæðu til að brosa út að eyrum enda hefur netleitarrisinn Google gert þá að milljarðamæringum.
Larry Page og Sergei Brin, stofnendur Google, hafa ærna ástæðu til að brosa út að eyrum enda hefur netleitarrisinn Google gert þá að milljarðamæringum.

Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt.

Hæst fór gengið í 704 dali á hlut eftir að viðskipti hófust á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag.

Google var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 og stóð gengið á fyrsta degi í 85 dölum á hlut. Þetta jafngildir því að gengi bréfa í fyrirtækinu hafi rúmlega áttfaldast í verði á þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×