Enski boltinn

Albert Luque á leið til Ajax

Elvar Geir Magnússon skrifar

Newcastle hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Ajax um sölu á spænska sóknarmanninum Albert Luque. Árið 2005 gekk Luque til liðs við Newcastle frá Deportivo La Coruna á 9,5 milljónir punda en hann skoraði aðeins tvö mörk á síðasta tímabili.

Luque er 29 ára og mun hann skrifa undir þriggja ára samningin við Ajax en hann var einnig orðaður við PSV Eindhoven, Feyenoord, Bordeaux og Barcelona.

Hann fékk að spila talsvert á undirbúningstímabilinu en hefur færst neðar í goggunarröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×