Bayern München fer vel af stað í þýsku Bundesligunni en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína. Liðið lagði Hannover að velli 3-0 í dag en mörkin skoruðu Luca Toni, Mark van Bommel og Hamit Altintop. Íslenski landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í hópi Hannover.
Bayern hefur níu stig í efsta sætinu í Þýskalandi en Armenia Bielefeld og Bochum koma þar á eftir með sjö stig. Bielefeld vann 2-0 sigur gegn Herthu Berlín í dag em Bochum vann Hamburg 2-1 í gær.
Úrslit dagsins í Þýskalandi
Bielefeld - Hertha Berlín 2-0
Bayern München - Hannover 3-0
Nürnberg - Werder Bremen 0-1
Bayer Leverkusen - Karlsruhe 3-0
Dortmund - E. Cottbus 3-0
Stuttgart - Duisburg 1-0