Andláts Elvis minnst Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 12:13 Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. Þúsundir manna hafa í vikunni lagt leið sína til Graceland í Memphis í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar lést Elvis af völdum hjartaáfalls þann sextánda ágúst 1977 fjörutíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði þá glímt við pillufínk um nokkurt skeið. Kertavaka var haldin við leiði rokkkóngsins í nótt en hana sóttu mörg þúsund aðdáendur. Meðal gesta var Pricilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis og Lisa Marie dóttir þeirra. Hitabylgja gegnur nú yfir þetta svæði Bandaríkjanna en aðdáendur Presley láta það ekki á sig fá. Mest hefur hiti mælst nærri fjörutíu stigum og var það of mikið fyrir sextíu og sjö ára konu sem lést af völdum hans. Minningartónleikar um goðið verða haldnir í dag. Þar verða sýndar upptökur af Presley í ham á risatjaldi. Einnig koma fram fyrrverandi félagar kóngsins og spila. Þegar upp er staðið búast ferðamálayfirvöld í Memphis við því að sjötíu og fimm þúsund manns hafi lagt leið sína þangað síðustu daga vegna Presley. Talið er að ágóðinn af iðnaðinum í kringum hann sé jafnvirði nærri þremur milljörðum króna á ári. Í bandaríska viðskiptaritinu Forbes í fyrra var hann metinn næst tekjuhæsti látni skemmtikraftur heims á eftir Kurt Cobain. Ekki eru þó allir á því að Elvis sé allur. Reynist það rétt er óvíst hvort hann væri að skemmta í dag - orðinn sjötíu og tveggja ára - en liðsmenn Rolling Stones hafa þó sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira