Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að skoða hvers vegna lánshæfismatsfyrirtæki brugðust seint við samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði, að sögn vefútgáfu breska blaðsins Times. Blaðið hefur eftir ráðamönnum í Brussel að matsfyrirtækin hefðu átt að bregðast fyrr við og vara við kaupum á bandarískum fasteignalánasöfnum í ljósi samdráttarins sem hefur falli á hlutabréfamörkuðum víða um heim.
Blaðið segir framkvæmdastjórnina hafa reyndar fundað með forsvarsmönnum matsfyrirtækisins Standard & Poor's vegna málsins í síðasta mánuði og var þar áhyggjum ESB á framfæri.
Í kjölfar verðfalls á flestum fjármálamörkuðum eru fjárfestar afar áhættufælnir og hafa þeir flestir horfið frá kaupum á fasteignalánum sem þessum, að sögn blaðsins. Fyrirtæki sem enn sitja uppi með lánasöfn hafa reynt eftir mætti að losa sig við þau, oft á tíðum með miklum afslætti sem hefur skilað sér í tap hjá fyrirtækjunum.