Erlent

Indónesíska vélin enn ófundin

Enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af flaki indónesísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust á nýársdag á leiðinni frá Jövu til Sulawesi með 102 farþega innanborðs.

Í morgun kom hópur bandarískra sérfræðinga til Makassar á Sulawesi til að aðstoða við leitina en nokkrir Bandaríkjamenn voru um borð í flugvélinni. Þúsundir manna hafa árangurslaust leitað að flakinu úr lofti, af sjó og á landi. Talið er að hún hafi farist þegar hún lenti í miklu óveðri. Af ratsjármyndum af dæma virðist hún breytt tvívegis um stefnu en mönnum er hulin ráðgáta hvers vegna neyðarsendar hennar fóru ekki í gang þegar hún hrapaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×