Innlent

Segir brandarann misskilinn

Varaformaður vinstri grænna segir brandara í áramótaannáli vefritsins Múrsins, um bók Margrétar Frímannsdóttur, hafa farið yfir strikið. Hún segir grínið hvorki hafa beinst gegn Margréti né Thelmu Ásdísardóttur heldur Jóni Baldvin Hannibalssyni.

Í áramótaannálnum á Múrnum sem Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, og fleiri kvitta undir hefur einn brandari örðum fremur farið fyrir brjóstið á fólki.

Þar er bók ársins sögð vera: Minnislausa stúlkan frá Stokkseyri þar sem Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir grínið hafa átt að beinast gegn bókagagnrýni Jóns Baldvins Hannibaldssonar á bók Margrétar. Þar hafi hann gert lítið úr heimilsofbeldi og þykir henni miður að sá punktur hafi ekki náð í gegn.

Og Katrín segist vona að enginn hafi særst vegna þessa og það sama segir ritstjóri Múrsins á vefritinu í dag þar sem hann skýrir eðli málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×