Erlent

Mótmæli í Mogadishu

Hersveitir Eþíópíumanna eru orsök mótmælanna.
Hersveitir Eþíópíumanna eru orsök mótmælanna. MYND/AP

Upplausn ríkir í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, eftir að stjórnarher Sómalíu og eþíópískar hersveitir ráku herskáa íslamista á brott þaðan á dögunum. Í morgun mótmæltu hundruð borgarbúa hernámi Eþíópíumannanna með því að brenna hjólbarða og kasta grjóti.

Hermennirnir reyndu að dreifa mannfjöldanum með því að skjóta upp í loftið. Hin veikburða sómalska ríkisstjórn hefur frestað áformum sínum um að afvopna borgarbúa og því er talið að enn sé afar mikið af vopnum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×