Innlent

Mörghundruð lítrar af olíu láku í Heiðmörk

Um fjögurhundruð lítrar af olíu láku úr flutningabíl með tengivagni sem valt í Heiðmörk fyrir hádegi í dag. Engin slys urðu á mönnum, en vegna olíulekans sem varð við Vatnsendasvæðið, var kallað út slökkvilið, fólk frá umhverfisráði borgarinnar, og Orkuveitunni.

Vatnsból Reykvíkinga er þarna skammt undan, og því er nú unnið að því að fjarlægja jarðveginn þar sem olían lak niður. Þetta munu hafa verið um 350 lítrar af hráolíu, 40-50 lítrar af smurolíu og eitthvað af öðrum efnum. Vatnsbólinu er ekki talin stafa hætta af þessu óhappi, en flutningabíllinn mun hafa runnið útaf í brekku, þar sem var mikil hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×