Óeirðir í Ungverjalandi 16. mars 2007 12:30 Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. Ungverjar fögnuðu í gærkvöldi skammvinnu sjálfstæði Ungverjalands árið 1848. Mótmæli gegn ríkisstjórinni voru einnig haldin og blönduðust þau við fund öfgasinna og kynþáttahatar. Þar var fasistafánum flaggað og slagorð hrópuð. Meðal ræðumanna var David Irving, breskur sagnfræðingur sem hefur afneitað helför gyðinga. Hátíðar- og fundarhöld í borginni fóru friðsamlega fram þar til uppúr sauð þegar leiðtogi þjóðernissinna, Gyorgy Budahazy, var handtekinn. Hann var einn höfuðpauranna að baki uppþotum í fyrra og hafi farið hultu höfði síðan þá. Lögregla þurfti að nota táragas og vatnsdælur til að halda aftur af um þúsund snoðhausum og öfgamönnum sem létu grjóti rigna yfir lögreglu. Fimm til átta hundruð manna hópur úr röðum æsingamanna reyndi að brjóta sér leið í gegnum girðingar lögreglu og að Budahazy. Aðrir mótmælendur létu sér örlög Budahazys í léttu rúmi liggja og kröfuðst frekar afsagnar Ferencs Gyurcsanys, forsætisráðherra. Mótmælendur úr þeirra hópi höfðu fjölmennt á samkomu þar sem ráðamenn voru viðstaddir. Þar létu þeir í sér heyra og héldu því áfram fram eftir kvöldi. Á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórn Ungverjalands hækkað skatta og þjónustugjöld. Dýrara er fyrir námsmenn að fara í háskóla og fjárframlög til ýmissa atvinnugreina hafa verið lækkuð. Gyurcsany hefur verið í vandræðum síðan í september síðastliðnum þegar hann varð uppvís að því að hafa logið um efnahag landsins til að tryggja það að stjórn hans héldi velli í þingkosningum í apríl í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira