Hæstiréttur staðfesti frávísun 16. mars 2007 19:36 Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús. Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús.
Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira