Erlent

Geta skotið kjarnasprengjum á Japan og S-Kóreu

Eldflaugar Norður-Kóreu ná til Japans og Suður-Kóreu.
Eldflaugar Norður-Kóreu ná til Japans og Suður-Kóreu.

Norður-Kórea getur framleitt kjarnorkusprengjur sem hægt er að setja á eldflaugar sem ná bæði til Kóreu og Japans, samkvæmt skýrslu bandarískra sérfræðinga, sem Reuters fréttastofan hefur komið yfir. Bandaríkjamennirnir heimsóttu kjarnorkuver Norður-Kóreu norðan við höfuðborgina Pyongyang, og segja að norðamenn hafi framleitt nóg plútóníum fyrir fimm til tólf kjarnorkusprengjur.

Þótt skiptar skoðanir séu um getu Norður-Kóreu til að smíða kjarnorkusprengjur dregur enginn í efa að þeir eiga hundruð eldflauga sem draga til allra staða í Suður-Kóreu og stórra svæða í Japan. Norður-Kóreumenn samþykktu fyrr í þessum mánuði að loka eina kjarnaofni sínum í skiptum fyrir efnahagsaðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×