Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham 21. febrúar 2007 08:15 Steve Nash er hér með Francesco Totti hjá Roma þegar Phoenix var á ferðalagi um Evrópu síðasta haust NordicPhotos/GettyImages Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua. NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua.
NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum