Erlent

Danskir hermenn heim frá Írak

Fimm danskir hermenn hafa fallið í Írak.
Fimm danskir hermenn hafa fallið í Írak.

Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynnti í dag að Danir muni fara að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær.

Talsmaður danska utanríkisráðuneytisins, sem Ritzau talaði við, vildi ekki tjá sig um þessar fréttir, en Rasmussen og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, munu halda blaðamannafund síðar í dag. Um 470 danskir hermenn eru í Írak, þar sem þeir eru hluti af breskri herdeild. Fimm danskir hermenn hafa fallið í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×