Erlent

Mugabe gefur afmælisgjöf

Robert Mugabe, forseti Zimbabwes.
Robert Mugabe, forseti Zimbabwes. MYND/AP

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe hélt upp á 83 ára afmæli sitt í dag með því að banna allar pólitískar samkomur í þrjá mánuði. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði alls ekki í hyggju að fara frá völdum í bráð. Kjörtímabil hans rennur út í mars á næsta ári, en forsetinn útilokaði ekki að hann byði sig fram aftur.

Talsverð spenna er í Zimbabwe, enda landið gjaldþrota og skortur á nánast öllum nauðsynjum. Engin andstaða er leyfð við Mugabe og allar tilraunir til slíks barðar niður með harðri hendi. Verðbólga í landinu er nú 1600 prósent á ársgrundvelli, sú hæsta í heimi. Atvinnuleysi er um 80 prósent. Mugabe segir að efnahagslegar ófarir landsins séu að kenna erlendum ríkjum sem séu hon um fjandsamleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×