Risaeðlur og fyrsta hanagal 29. apríl 2007 12:00 Sveitin hefur gjarnan forgöngu um kynningu nýrra verka hér á landi. Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, Risaeðla, er lokaverkefni úr tónsmíðadeild Listaháskólans. Risaeðla er verk fyrir fjórtán manna kammersveit, samin út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafdís góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik en hennar vettvangur hefur helst verið á sviði djasstónlistar. Hafdís blandar saman ýmsum stílum. Jón Rúnar Arason syngur tenórhlutverk við mörg helstu óperuhús Evrópu. Verk hans, Jökultónar, er unnið við ljóð Auðar Gunnarsdóttur söngkonu og í samstarfi við hana. Verkið „Við fyrsta hanans gal“ eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson er svíta íslenskra sveitadansa í útsetningu fyrir lítinn hóp hljóðfæra. Stemningin er ættuð úr ballbransanum. Diana Rotaru er dóttir Doina Rotaru sem var staðartónskáld í Skálholti á síðasta ári. Verk Diönu, Symplegade, er fyrir flautu, píanó og slagverk en hugmyndin er ættuð úr grískum goðsögnum. Efnisskráin er samsett úr verkum sem öll eru með fyrstu verkum tónskáldanna. Stjórnandi Caput verður Guðni Franzson. 15:15 tónleikasyrpan er haldin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík. Tónleikasyrpan hóf göngu sína árið 2002 að frumkvæði Caput.-pbb
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira